Brugðist við ábendingu um skotvopn

Meðlimir úr sérsveitinni fóru með lögreglunni í útkallið eins og …
Meðlimir úr sérsveitinni fóru með lögreglunni í útkallið eins og venja er þegar grunur leikur á að borgari sé vopnaður skotvopni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í vesturhluta Reykjavíkur í dag þar sem hún hafði fengið ábendingu um einstakling með skotvopn. Lögreglan hafði fljótt upp á þessum einstaklingi.

Sá sem hringdi í lögregluna var sjónarvottur og hafði tekið eftir byssu en hafði ekki átt í samskiptum við þann vopnaða. Sá sem lögreglan hafði afskipti af hafði ekki haft uppi ógnandi tilburði eða neitt slíkt.

Var með byssu til að þjálfa hunda

Í ljós kom að um svokallaða startbyssu var að ræða en slíkar byssur eru stundum notaðar af hundaeigendum til að þjálfa hunda fyrir skotveiði. Ekki þurfti því að hafa frekari afskipti af honum. 

Meðlimir úr sérsveitinni fóru með lögreglunni í útkallið eins og venja er þegar grunur leikur á að borgari sé vopnaður skotvopni. 

Á heildina litið hefur þessi laugardagur verið rólegur hjá laganna vörðum á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert