Danir hafa tekið vel í beiðni um handritalán

Búist er við að nokkur íslensk skinnhandrit sem enn eru …
Búist er við að nokkur íslensk skinnhandrit sem enn eru í Danmörku verði lánuð á handritasýningu sem verður opnuð á næsta ári. mbl.is/Hari

Árnasafn í Kaupmannahöfn hefur tekið vel í beiðni Árnastofnunar hér á landi um langtímalán á íslenskum skinnhandritum til sýningar í hinu nýja Húsi íslenskunnar. Beiðnin er nú til formlegrar meðferðar hjá safninu og er að vænta endanlegs svars bráðlega. Þetta segir menningarmálaráðuneytið í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Undirbúningur að flutningi starfsemi Árnastofnunar í nýja húsið, sem enn hefur ekki fengið formlegt nafn, stendur nú yfir. Fyrirhuguð fastasýning á íslenskum skinnhandritum frá miðöldum, sem verður nokkurs konar krúnudjásn hússins, verður opnuð eftir rúmt ár, sumarið 2024. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er búist við að húsið verði að öðru leyti komið í fulla notkun þegar líður á þetta ár. Þá hefur verið rætt um einhvers konar bráðabirgðasýningu á handritum í húsinu í haust en þau áform hafa ekki að fullu skýrst.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »