Skjálfti í Bárðarbungu

Horft til norðurs eftir Bárðarbungu.
Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan 15 í dag. 

Í athugasemdum jarðvísindamanns Veðurstofu Íslands segir að skjálftar af þessari stærð séu algengir þar, en í febrúar 2023 mældust tveir skjálftar yfir þremur að stærð. Þeir voru 3,2 stig þann 7. febrúar og 4,9 stig þann 21. febrúar. 

mbl.is