Fyrsti íslenski lyflæknirinn eftir fullt sérnám hérlendis

Á myndinni frá vinstri: Aðalsteinn Guðmundsson sérnámshandleiðari Vilhjálms, Ófeigur T. …
Á myndinni frá vinstri: Aðalsteinn Guðmundsson sérnámshandleiðari Vilhjálms, Ófeigur T. Þorgeirsson kennslustjóri, Vilhjálmur Steingrímsson, Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga og Gunnar Thorarensen, yfirlæknir á skrifstofu sérnáms á Landspítala. Ljósmynd/Landspítalinn

Vilhjálmur Steingrímsson sérnámslæknir fékk föstudaginnn 17. mars 2023 afhent fyrsta námslokavottorðið eftir fullt fimm ára sérnám í lyflækningum við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. 

Vilhjálmur er fyrsti íslenski lyflæknirinn sem lýkur formlega fimm ára sérnámi í lyflækningum sem byggir á þessari marklýsingu. Hann stundaði doktorsnám samhliða sérnáminu og öðlaðist PhD gráðu árið 2021

Sérnámið er í nánu samstarfi við Royal College of Physicians (RCP) í Bretlandi og byggir á staðfærðri marklýsingu RCP og skrifstofu sérnáms við Landspítala.

Fyrirhugað er að fleiri sérnámslæknar ljúki fullu sérnámi í lyflækningum á þessu ári á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Litið er á það sem mikið framfara- og heillaspor fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.

Þetta kemur fram á vef Landsspítalans.

mbl.is