Bifreiðar fastar á Fjarðarheiði

Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi víða …
Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi víða um land. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Seyðisfirði voru kallaðar út í morgun vegna bifreiða sem eru fastar á Fjarðarheiði og er vegurinn nú lokaður. 

Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi víða um land og eru ferðamenn og aðrir veg­far­end­ur beðnir um að kynna sér vel veður­spá og færð áður en lagt er af stað.

Á Suðurlandi er lokað á milli Markarfljóts og Víkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert