Fær ekki fæðingarorlof vegna vinnu í Danmörku

Skýrt er í lögum hvað hugtakið innlendur vinnumarkaður ber með …
Skýrt er í lögum hvað hugtakið innlendur vinnumarkaður ber með sér í lögum samkvæmt niðurstöðu dómsins. Ásdís Ásgeirsdóttir

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði konu um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði vegna vinnu hennar í Danmörku. Staðfesti dómurinn þar með niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafði úrskurðað um að konan ætti einungis rétt á greiðslum úr sjóðnum vegna þeirrar vinnu sem hún hafði innt af hendi eftir að hún hóf störf á íslenskum vinnumarkaði.

Úrskurðarnefnd staðfesti niðurstöðuna 

Forsaga málsins er sú að konan fluttist til Íslands í september 2019 eftir um fjögurra ára dvöl í Danmörku þar sem hún hafði starfað. Konan hóf störf á Íslenskum vinnumarkaði í september árið 2019 og tilkynnti vinnuveitanda um tilhögun fæðingarorlofs í janúar en barnið fæddist í mars. Samþykkti orlofssjóður eingöngu greiðslur í orlofi vegna vinnu á Íslandi og námu þær 184 þúsund krónum á mánuði miðað við 100% orlof.

Fæðingarorlof verður ekki greitt vegna vinnu erlendis.
Fæðingarorlof verður ekki greitt vegna vinnu erlendis. mbl.is/Árni Sæberg

Konan kærði ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs til úrskurðarnefndar velferðarmála, og hún staðfesti niðurstöðu Fæðingarorlofssjóðs með úrskurði 2. september 2020.

„Innlendur vinnumarkaður“ skýr í lögum 

Konan hélt því fram að að Ísland lúti reglum á evrópska efnahagssvæðisins sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort líta eigi til tekna sem stefnandi aflaði við störf í Danmörku við útreikning á greiðslum til hennar úr sjóðnum.

Í niðurstöðu dómsins er hins vegar tekin sú afstaða að í lögum um fæðingarorlofssjóð sé tiltekið að foreldri öðlist rétt til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði eftir að haf verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingadag barns.

„Verður hugtakið „innlendur vinnumarkaður“ ekki skýrt svo rúmt að undir það heyri allir vinnumarkaðir sem heyra undir EES-svæðið, eins og um sé að ræða einn sameiginlegan vinnumarkað aðildarríkja EES-samningsins,“" segir í dómnum.

Var því upphafleg ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs látin standa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert