Þrír fá 360 þúsund krónur og fjórtán fá 100 þúsund

Enginn var með allar tölurnar réttar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Verður potturinn því sexfaldur næsta laugardag, í fyrsta sinn á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og voru allir miðarnir keyptir á lotto.is. Fær hver þeirra rúmlega 359 þúsund krónur í vinning.

Fimm keyptir í appinu

Enginn var heldur með 1. vinning í Jóker en fjórtán náðu að landa þeim næstbesta sem hljóðar upp á 100 þúsund krónur.

Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri, Grocery Market í Vogum, N1 í Fossvogi, Krambúðinni Flúðum, Happahúsinu í Kringlunni, Reykjavík, Loppu á Fáskrúðsfirði, Kvikk við Vesturlandsveg í Reykjavík.

Þá voru fimm keyptir í appinu og tveir á lotto.is.

mbl.is