Aflétta hluta rýmingar í Neskaupstað

Frá Neskaupstað í gær.
Frá Neskaupstað í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Aðgerðarstjórn fundaði með Veðurstofu Íslands í morgun þar sem staðan var metin á austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. 

Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað. Það eru götur:

Bakkabakki 1, 2, 3, 4a, 4b, 5, 6a, 6b, 6c, 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 15

Bakkavegur 5

Gilsbakki 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12

Mýrargata 30, 32, 39 og 41

Nesbakki 2, 4 og 6

Starmýri 1

Heimilt að sækja vistir 

Vegna aðstæðna á svæðinu og slæmrar veðurspár á morgun, annað kvöld, verður ekki að svo stöddu tekin ákvörðun um frekari afléttingu. Veðurstofan mun meta aðstæður og ef þær breytast hvað rýmingu varðar mun það kynnt.

Íbúum er heimilt að sækja vistir og annað frá heimilum sínum á rýmingarsvæðunum. Vegna veðurs framundan er rétt að nýta daginn í dag.

Þeir sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að fara áður í björgunarsveitarhús á sínu svæði þar sem skráning fer fram og fylgd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert