Viðbragðsaðilar sitja uppi með beddana

Viðbragðsaðilar sofa á bedda í nótt.
Viðbragðsaðilar sofa á bedda í nótt. Eggert Jóhannesson

Allri rýmingu er nú lokið í Neskaupstað og björgunarsveitarmenn að fara í síðustu yfirferð um þau hverfi sem hafa verið rýmd til að kanna hvort einhver sitji eftir. 

„Nú erum við að skipuleggja hvíld fyrir björgunarsveitir og tökum einn fund með samhæfingarstjórn fyrir miðnætti. Ef ekkert verður óvænt þar þá munum við draga úr vakandi viðveru,“ segir Ólafur Tryggvi Ólafsson hjá Ríkislögreglustjóra sem farið hefur fyrir vettvangs og aðgerðarstjórn í Neskaupstað.  

Ólafur Tryggvi Ólafsson.
Ólafur Tryggvi Ólafsson. Eggert Jóhannesson

Engin uppábúin rúm 

Gistirými eru af skornum skammti í bænum. Tilkynnti Ólafur björgunarsveitarfólki og öðrum viðbragðsaðilum í björgunarmiðstöðini um það að þeir þyrftu að gera sér beddana í fjöldahjálparmiðstöðinni að góðu. „Þeir sem hafa verið með uppábúin rúm fá það ekki í nótt. Þeir verða sendir í bedda og dýnur á gólfum. Það er það mikil aukning á rýmingu og bæjarbúar fá eðlilega forgang í það,“ segir Ólafur.

Björgunarsveitarfólk fær beddana.
Björgunarsveitarfólk fær beddana. Eggert Jóhannesson
mbl.is