Aflýsa hættustigi í tveimur fjörðum

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Austurlandi.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Stöðvarfirði og Eskifirði og aflétta öllum rýmingum þar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.

Greint var frá því fyrir skömmu að Veðurstofan hefði safnað saman gögnum varðandi ofanflóðahættu á Austfjörðum og að unnið væri að því að rýna í gögnin.

mbl.is