Tenerife, kynlífstæki og Jón Jónsson

Aprílgöbbin voru fjölbreytt þetta árið.
Aprílgöbbin voru fjölbreytt þetta árið. Samsett mynd

Margir hafa eflaust haft varann á þegar þeir lásu skringilegar fréttir eða tilkynningar frá fyrirtækjum í dag enda fyrsti apríl og því mikið um fíflalæti og svokölluð aprílgöbb.

Grín á vegum Kringlunnar vakti mikla athygli en á samfélagsmiðli verslunarmiðstöðvarinnar mátti sjá auglýsingu þess efnis að áheyrnarprufur fyrir raunveruleikaþættina Love Island færu fram.

Kynlífstækjabúðin Blush kynnti samstarfsverkefni við Bókasafn Kópavogs sem fólst í því að hægt væri að fá kynlífstæki til útláns. „Markmiðið er að taka skrefið í samfélagslegri ábyrgð," stóð í færslu fyrirtækisins á Instagram.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar bauð tónlistarmanninn og fyrrum knattspyrnumanninn Jón Jónsson aftur velkominn í félagið á samfélagsmiðlum.

Krónan auglýsti nýjung á páskaeggjamarkaði eða súkkulaðiegg með grænmeti.

Vísir kynnti til leiks nýja mathöll í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur sem átti að opna við hátíðlega athöfn klukkan 11.30 í dag. Áttu útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktir sem Gústi B og Rikki G, að vera í forsvari fyrir hana.

Þá tilkynnti Elko opnun útibús á Tenerife. Gabbinu var dreift með færslum á samfélagsmiðlum fyrirtækisins, á póstlista og með hlekk á heimasíðu verslunarinnar.

Morgunblaðið og mbl.is tóku að sjálfsögðu þátt í gleðinni en hér fyrir neðan má sjá þær fréttir sem flokkast undir aprílgöbb:

mbl.is