Samfélag sem glímir við áfall

Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð þegar snjóflóðahætta var mikil.
Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð þegar snjóflóðahætta var mikil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað er það ljóst að við erum með samfélag sem glímir við áfallastreituröskun. Það er okkur ofboðslega mikilvægt að fá Fjarðarheiðargöngin sem fyrst,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings. Hún ítrekar mikilvægi þess að hafist verði sem fyrst handa við gerð Fjarðarheiðarganga og sérstaklega í ljósi rýminga á Seyðisfirði í lok mars vegna snjóflóðahættu.

„Það er afskaplega eðlilegt fyrir samfélög sem lenda í áfalli, að áfallið dynji aftur yfir og að fólk verði hvekkt. Við erum á góðri braut og nú þarf að passa að það sé hvergi hindrun. Með göngunum tel ég að þar verði komin þessi trygga leið íbúa úr bænum,“ segir Jónína.

Samfélagið sé enn í sárum eftir aurskriðurnar árið 2020. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: