Hannes og fíkniefnin

Hannes hólmstein Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hannes hólmstein Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er í afmælisviðtali í Morgunblaðinu en hann varð nýlega sjötugur. Hannes hefur skrifað margar bækur en er spurður hvort hann hafi aldrei langað til að skrifa glæpasögu. Hann svarar: „Jú, ég hafði meira að segja í huga söguþráð í einni glæpasögu. Þar átti ónefndur óvinur minn að nota tækifærið þegar ég var á leið til Íslands og læða fíkniefnum í farangur minn. Í sögunni komst ég að því á síðustu stundu og læddi efnunum til baka í farangur hans svo að hann var tekinn en ekki ég.“

Hannes kemur víða við í viðtalinu, ræðir meðal annars um nýtt hlutverk, en hann er farinn að sinna barnauppeldi. Hann ræðir einnig um ástina, nauðsynlega vinnusemi, ferðalög og velgengni erlendis.

Lesa má viðtalið í heild í SunnudagsMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert