Aflýsa óvissustigi vegna skjálfta í Mýrdalsjökli

Ríkislögreglustjóri ásamt lögreglustjóranum á Suðurlandi hefur aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli.

Jarðskjálftahrinan hófst 4. maí kl. 09:41 norðaustarlega í öskju Kötlu og mældust þrír skjálftar yfir 4 að stærð. Hrinan gekk hratt yfir og var að mestu yfirstaðin sama dag, að því er segir í tilkynningu. 

Engin frekari virkni hefur mælst um helgina sem bendir til að dragi til frekari tíðinda. Sama dag og óvissustiginu var lýst yfir lokaði Lögreglan á Suðurlandi veginum inn að Kötlujökli en hann var opnaður daginn eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert