Kæra uppflettingu í lyfjagátt til lögreglu

Kerfum Lyfju virðist hafa verið breytt frá því sem áður …
Kerfum Lyfju virðist hafa verið breytt frá því sem áður var. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lyfja hefur kært fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt. Uppflettingin átti sér stað haustið 2021. Eftir að Embætti landlæknis staðfesti að uppflettingin hefði átt sér stað var málið tilkynnt til lögreglu.

Morgunblaðið greindi frá því um miðjan apríl að dæmi væru um að þjóðþekktu fólki væri flett upp í lyfjaávísunarkerfi landlæknisembættisins, yfirleitt kallað lyfjagátt, og upplýsingum þaðan dreift til þriðja aðila. Embætti landlæknis, Lyfjastofnun og Persónuvernd staðfestu öll að þeim hefðu borist ábendingar um slíkt.

Morgunblaðið hefur undir höndum gögn sem sýna uppflettingar viðkomandi á þjóðþekktu fólki. Blaðið hefur þó einnig undir höndum önnur ótengd tilvik þar sem fólki hefur verið flett upp í lyfjagátt.

Þórbergur Egilsson, framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að Lyfju hafi borist erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrverandi starfsmanns í lyfjagátt fyrir þó nokkru.

Fyrirtækið hafi upplýst Persónuvernd samdægurs en einnig óskað eftir aðstoð Embættis landlæknis við rannsókn þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert