Hjúkrunarfræðingar semja við SFV

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, og Þorsteinn Skúli Sveinsson, formaður samninganefndar …
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, og Þorsteinn Skúli Sveinsson, formaður samninganefndar og aðstoðarframkvæmdastjóri SFV, ásamt samninganefnd beggja samningsaðila. Ljósmynd/Aðsend

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) undirrituðu kjarasamning í dag.

Um skammtímasamning er að ræða með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Félagsfólk FÍH gengur til atkvæðagreiðslu um samninginn og búist er við að niðurstaða liggi fyrir 14. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert