Ný stjórn Hugarafls kosin

Kosið hefur verið til stjórnar Hugarafls.
Kosið hefur verið til stjórnar Hugarafls. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn Hugarafls, félagasamtaka fólks sem upplifað hefur persónulega krísu og vinnur að bata sínum, hefur verið kosin. Var bæði kosið til aðalstjórnar og framkvæmdastjórnar.

Í tilkynningu frá Hugarafli segir að aðalstjórn samtakanna skipi nú þau Sævar Þór Jónsson lögmaður, Birgir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, stjórnarformaður og eigandi Perago bygg, Unnur Þorsteinsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Bjarni Karlsson prestur.

Í framkvæmdastjórn sitja nú þau Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður og ráðgjafi, Grétar Björnsson, félagsfræðingur og jafningjastuðningsaðili, Fjóla Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri og jafningastuðningsaðili, Thelma Ásdísardóttir, sérfræðingur í afleiðingum ofbeldis, og Ninna Karla Karlsdóttir ritari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert