Ætla að henda 1,3 millörðum króna út um gluggann

Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að taka ekki tilboði lægstbjóðanda í gerð Arnarnesvegar, heldur ganga til samninga við tilboðsgjafa sem bauð 1.334 milljónum meira í vegagerðina sem er einnig um 616 milljónum hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, eru mjög gagnrýnisverðar að mati Vilhjálms Árnasonar, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

„Það er alvarlegt ef markmið útboða um að lágmarka kostnað við opinberar framkvæmdir næst ekki vegna óútskýrðra formreglna og láta síðan hjá líða að athuga hvort lægstbjóðandi sé hæfur til að vinna verkið. Það verður að gera kröfu um að fá sem hagstæðust kjör fyrir ríkið þegar ráðist er í framkvæmdir, að ekki sé talað um þegar um slíkar fjárhæðir er að tefla eins og í tilviki Arnarnesvegarins,“ segir Vilhjálmur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: