Reykjavíkurflugvöllur ekki að fara neitt

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Framlög til flugvalla aukast til muna í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024-2038. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir í samtali við mbl.is stóru breytinguna grundvallast af nýja frumvarpinu um varaflugvallargjald.

„Með nýja frumvarpinu er í raun búið að fjármagna uppbyggingu og viðhald um alla framtíð ef við eigum að þora að segja það,“ segir Sigurður Ingi. Miðað við fjármögnunarkerfið mun uppbyggingin fjármagna sig sjálf með þjónustusamningi við alla minni flugvelli og lendingarstaði landsins að sögn ráðherra.

Ljúka á framkvæmdum við stækkun flugstöðvar á Akureyri, byggja á upp flughlað og akbraut á Egilsstöðum og endurbyggja á flugstöðina í Reykjavík.

Flugvöllur í Vatnsmýri næstu 20 árin að lágmarki

Má þá skilja það sem svo að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram til framtíðar í Vatnsmýrinni?

„Það hefur allan tímann verið mín sýn og minn skilningur að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki að fara neitt fyrr en menn hafi fundið aðrar leiðir og þær hefur enginn fundið. Þar af leiðandi, frá deginum í dag, eru 20-25 ár að lágmarki að það gerist og á þeim tíma þurfum við að hafa alvöru flugstöð og alvöru flugvöll. Það má alveg segja að það sé verið að ítreka með þessu,“ segir Sigurður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert