Tröppurnar brotnar upp

Framkvæmdir á kirkjutröppunum að Akureyrarkirkju hefjast á næstu dögum.
Framkvæmdir á kirkjutröppunum að Akureyrarkirkju hefjast á næstu dögum. mbl.is/Hjörtur

Viðgerðir á kirkjutröppunum að Akureyrarkirkju hefjast á næstu dögum en áætluð verklok eru þann fimmtánda október.

Verður því lokað fyrir umferð gangandi vegfarenda um tröppurnar næstu mánuði en óvíst er hvenær fólki verður heimilt að ganga upp nýjar kirkjutröppur.

Fréttamiðillinn Akureyri.net greinir frá þessu.

Umfangsmiklar framkvæmdir

Í verkinu, sem er umfangsmikið, felst að brjóta upp tröppurnar, steypa nýjar, koma fyrir snjóbræðslukerfi, frárennsli, setja upp handrið með lýsingu og leggja nýjar hellur. Á meðan unnið er við tröppurnar verður vinnusvæðið í kringum kirkjuna alveg lokað af og því engin umferð um tröppurnar eða göngustíginn að Sigurhæðum.

Þurfa ferðamenn og aðrir því að fara aðra gönguleið að Lystigarðinum á Akureyri en merkingar verða settar upp til að sýna aðra gönguleið að kirkjunni og garðinum á meðan á framkvæmdum stendur.

Ferðamenn jafnt og íbúar munu því ekki geta gengið um kirkjutröppurnar frá því að framkvæmdir hefjast núna á næstu dögum og í einhverja mánuði. Hvort þær verða svo opnaðar að nýju í október eða ekki fyrr en næsta vor verður að koma í ljós,“ segir í frétt Akureyri.net en slæmt veður í haust gæti leitt til þess að bíða þurfi með að ljúka verkinu þangað til í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert