Áslaug Thorlacius, listamaður verksins sem hvarf á Höfn í Hornafirði, segir að hún myndi helst vilja að listaverkið yrði sett upp aftur.
„Þetta er partur af sýningu sem enn stendur og væri því eðlilegt að klára hana bara og setja verkið aftur upp,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.
Tekur hún fram að umræðan sem hefur skapast í kringum verkið eftir verknaðinn sé vissulega áhugaverð og segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem verk hennar hefur verið á allra manna vörum. Áslaug greinir frá því að verkið eigi að endurspegla fegurðina í hversdagsleikanum, en fiskikör líkt og margt annað er nokkuð sem er sífellt fyrir augum manna.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.