Listaverki stolið í skjóli nætur

Til stóð að listaverkið fengi að standa fram í ágúst.
Til stóð að listaverkið fengi að standa fram í ágúst. Ljósmynd/Lind D. Völundardóttir

Undarlegt atvik átti sér stað á Höfn í Hornafirði nýverið þegar útilistaverk eftir Áslaugu Thorlacius hvarf í skjóli nætur. Sýningin var sett upp 22. júní en átti að standa fram í miðjan ágúst.

„Við förum í frí og fáum svo tilkynningu frá listamanninum, sem á greinilega eitthvert fólk að sem hefur ætlað að koma og skoða, um að verkið sé horfið,“ segir Lind D. Völundardóttir, einn sýningarstjóranna.

Tilkynnt til lögreglu

Sýningin er unnin í samstarfi við menningarmiðstöðina í Hornafirði og leyfi fékkst frá skipulagsfulltrúa bæjarins til að setja verkið upp.

„Þessi sýning er í samvinnu við menningarmiðstöðina hérna í Hornafirði og við erum búin að hafa samband við alla þar og enginn veit neitt. Skipulagsfulltrúi og listamaðurinn vita heldur ekki neitt,“ segir hún, en bætir við að nokkrar fyrirspurnir hafi borist um listaverkið þar sem fólk gerði grein fyrir gremju sinni í garð verksins. „Í mínum huga er þetta alvarlegt, þú ferð ekki og tekur niður listaverk,“ segir hún, en málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi.

Áslaug Thorlacius, höfundur verksins, segir þetta hafa komið nokkuð á óvart enda sé ekki auðvelt að fjarlægja verkið. „Það sem mér finnst undarlegast er að þetta eru ekki einhverjir unglingar sem eru að skemma því það þarf tæki til þess að taka þetta, jafnvel stóra lyftara til þess að fjarlægja verkið,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert