Tunnuskipti í borginni klárast eftir tvær vikur

Starfsmenn Reykjavíkurborgar gera nú sitt besta til að vinna upp …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar gera nú sitt besta til að vinna upp tafir sem myndast hafa í sorphirðu en unnið er lengur alla daga og á laugardögum til þess að það náist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borið hefur á talsverðum töfum á hirðu á pappír og plasti víða í Reykjavík eftir að nýtt flokkunarkerfi var tekið upp fyrr í sumar.

Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumálin engu að síður ganga betur nú en undanfarnar vikur. Guðmundur segir að tafirnar megi rekja til ýmissa þátta, m.a. seinkunar á komu sorphirðubíla og hraða tunnuskipta sem ekki hafi verið hægt að hægja á.

„Erum að vinna þetta upp“

„Sorphirðumálum er þannig háttað að það eru engar tafir á sorphirðunni á blönduðu sorpi og matarleifum. Við höfum alltaf haldið áætlun á því, enda er það úrgangur sem er þess eðlis að þú vilt ekkert geyma hann lengi. Við erum eftir á í pappír og plasti en hins vegar er búið að fjölga svolítið hjá okkur í mannskap og svo eru fleiri bílar í umferð núna. Þannig að við erum að vinna þetta upp,“ segir Guðmundur og bætir við að búið sé að hirða sorp í Árbæ og Grafarvogi og að nú taki Vesturbærinn við.

Hann segir tunnuskiptin klárast eftir tvær vikur og gangi þau framar vonum.

„Við ætluðum að klára 30. september samkvæmt upphaflegu plani en það gekk svo vel að við erum að klára 2. september. Breytingarnar á tunnunum eru mánuði á undan áætlun sem er partur af því af hverju við erum eftir á í hirðunni. Tunnunum fjölgaði hraðar og það er ekkert hægt að stoppa 20 manns sem eru komnir í akkorðsvinnu að skipta út tunnum og segja þeim að bíða, það er allt of dýrt,“ segir Guðmundur.

Þá segir hann seina komu nýrra sorphirðubíla og skort á mannafla hafa hægt á sorphirðu víða í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert