Skjálfti upp á 2,7 við Skjaldbreið

Skjálftavirkni hefur verið við Skjaldbreið.
Skjálftavirkni hefur verið við Skjaldbreið.

Tveir skjálftar voru við Skjaldbreið í kvöld. Annar upp á 2,7 stig og hinn upp á 2,3 stig.

Sextíu skjálftar hafa orðið frá miðnætti og er skjálftinn upp á 2,7 sá stærsti. Gekk hann yfir um klukkan 22 í kvöld. Sá minni af þessum tveimur varð um klukkan 21.20 í kvöld. Báðir skjálftarnir eru óyfirfarnir og gætu þessar tölur því breyst lítillega. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er um að ræða eðlilega jarðskjálftavirkni sem fylgir flekahreyfingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert