Skjálfti upp á 2,7 við Skjaldbreið

Skjálftavirkni hefur verið við Skjaldbreið.
Skjálftavirkni hefur verið við Skjaldbreið.

Tveir skjálftar voru við Skjaldbreið í kvöld. Annar upp á 2,7 stig og hinn upp á 2,3 stig.

Sextíu skjálftar hafa orðið frá miðnætti og er skjálftinn upp á 2,7 sá stærsti. Gekk hann yfir um klukkan 22 í kvöld. Sá minni af þessum tveimur varð um klukkan 21.20 í kvöld. Báðir skjálftarnir eru óyfirfarnir og gætu þessar tölur því breyst lítillega. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er um að ræða eðlilega jarðskjálftavirkni sem fylgir flekahreyfingum.

mbl.is