Dánarorsök mannsins enn óljós

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald í eina viku yfir …
Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald í eina viku yfir konunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í eina viku yfir konu sem er í haldi vegna rannsóknar á andláti manns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni um síðustu helgi. Gæsluvarðhaldið á að renna út í dag. 

Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er dánarorsök mannsins enn óljós. Kon­an var hand­tek­in á vett­vangi.

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur kröfuna um gæsluvarðhald fyrir í dag. Ef hún verður samþykkt verður konan, sem er um fertugt, í haldi til 4. október.

Lögreglumaður að störfum.
Lögreglumaður að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Rannsókn miðar vel og er í fullum gangi. Það er verið að taka skýrslur af fólki, afla gagna og fara yfir gögn,” segir Ævar Pálmi, spurður út í rannsóknina.

Til­kynn­ing um málið barst lög­reglu á laug­ar­dags­kvöld og hélt hún þegar á staðinn. Þar hófust end­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir á mann­in­um, sem var í fram­hald­inu flutt­ur á Land­spít­al­ann þar sem hann var úrskurðaður látinn. 

Uppfært kl. 15.17:

Konan var í héraðsdómi í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. október á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is