World Class-lónið verður opnað 2026

Björn Leifsson, stofnandi World Class, áætlar að það kosti tíu …
Björn Leifsson, stofnandi World Class, áætlar að það kosti tíu til tólf milljarða króna að reisa hótel, baðlón og líkamsrækt á Fitjum. Teikning/Úti Inni arkitektar

Björn Leifsson, stofnandi World Class, áætlar að það kosti tíu til tólf milljarða króna að reisa hótel, baðlón og líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík. 

Hótelið og lónið verði rekið undir merkjum World Class en raunhæft sé að hefja reksturinn fyrir sumarið 2026.

Þá áætlar Björn að korthafar World Class verði um 50 þúsund síðar í haust í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins.

Rætt er við hann um fyrirhugað lón og hótel í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka