Fimm áfram í varðhald í skotárásarmáli

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Árásin átti sér …
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Árásin átti sér stað við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag áframhaldandi varðhald yfir fimm ungum mönnum í tengslum við skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í upphafi mánaðarins. Féllst dómstóllinn þar með á kröfu lögreglunnar sem hafði farið fram á áframhaldandi varðhald yfir öllum fimm.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að fimmmenningarnir séu úrskurðaðir í fimm daga varðhald, eða til miðvikudagsins 22. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Upp­haf­lega voru sjö ung­ir menn hand­tekn­ir í tengsl­um við málið en sex þeirra voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald sem síðan hef­ur verið fram­lengt. Síðasta föstu­dag var ein­um mann­anna sleppt en rann­sókn­ar­hags­mun­ir stóðu ekki leng­ur til að halda hon­um í gæslu­v­arðhaldi.

Í árásinni varð meðal annars Gabrí­el Doua­ne Boam fyrir skoti, en hann hefur hlotið dóma fyr­ir of­beld­is­brot. Var hann á síðasta ári dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi fyr­ir þátt sinn í hnífa­árás í Borg­ar­holts­skóla og þá hef­ur hann tvisvar sinn­um fengið dóma fyr­ir lík­amárás.

Hann komst í frétt­irn­ar í apríl á síðasta ári þegar hon­um tókst að sleppa frá lög­reglu þegar átti að flytja hann úr héraðsdómi Reykja­vík­ur. Hann fannst þrem­ur dög­um síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert