Edda mun afplána á Íslandi verði hún dæmd

Edda Björk Arnardóttir var flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði á …
Edda Björk Arnardóttir var flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði á fullveldisdegi Íslands, 1. desember, og til Noregs þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í 30 daga. Samsett mynd

Edda Björk Arnardóttir mun afplána hugsanlega refsingu hér á landi. Ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni norskra yfirvalda um afhendingu Eddu er meðal annars háð því skilyrði.

Hvorki héraðsdómur né Landsréttur hreyfði við þeim skilyrðum í úrskurðum sínum.

Edda var sem kunnugt er flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði á fullveldisdegi Íslands, 1. desember, og til Noregs þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í 30 daga.

Úrskurður Landsréttar um kærðan úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur vegna ákvörðunar ríkissaksóknara er dagsettur 24. nóvember. Héraðsdómur úrskurðaði um ákvörðun ríkissaksóknara 14. nóvember en ákvörðun ríkissaksóknara er frá 2. nóvember.

Vonuðust til að fá ákvörðun ríkissaksóknara frestað

Jó­hann­es Karl Sveins­son, lögmaður Eddu, beið hins vegar enn birtingu úrskurðar Landsréttar um kærðan gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur henni síðan 28. nóvember, eins og hún sjálf og aðrir fylgismenn hennar, þegar hún var handtekinn 28. nóvember, þegar framsal hennar var yfirvofandi tveimur sólarhringum síðar og þegar hún var loks framseld á sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember.

Vonaðist Edda og hennar fólk til þess að ríkissaksóknari myndi fresta afhendingunni eins og heimild er fyrir ef ríkar mannúðarástæður mæla með því.

Jóhannes segir í samtali við mbl.is að þau hafi haldið því fram við ríkissaksóknara að ekki væri mannúðlegt að setja Eddu í gæsluvarðahald, framselja hana og skerða frelsi hennar fyrr en það liggur fyrir hvenær réttarhöldin verði í Noregi.

„Þetta eru lagaákvæði sem eiga við eftir að dómstólar hafa úrskurðað í prinsippinu um afhendingu. Þá er hægt að fresta frekar ef það eru sérstakar ástæður fyrir hendi. Það er tenging þarna á milli.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert