Tölvuárás gerð á Háskólann í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík.

Tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík í nótt og hafa Persónuvernd og CERT-IS verið upplýst um málið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR.

„Kerfi skólans hafa verið tekin niður og unnið er að viðgerð samkvæmt verkferlum HR, ásamt helstu þjónustuaðilum og netöryggissérfræðingum Syndis,” segir í tilkynningunni þar sem fram kemur að umfang árásarinnar sé óljóst.

Fyrr í morgun greindi mbl.is frá því að netlaust væri í skólanum og að fella hefði þurft niður fyrirlestra og tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert