Árásarmaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Að sögn lögreglu hef­ur maðurinn oft áður komið við sögu …
Að sögn lögreglu hef­ur maðurinn oft áður komið við sögu lög­regl­unn­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem grunaður er um að stinga tvo með hníf við versl­un­ina OK Mar­ket í Vals­hverf­inu í gær­kvöldi var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness.

Er það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Árásarmaðurinn er af erlendu bergi brotinn og um þrítugt. Mennirnir sem urðu fyrir áráasinni eru á fertugsaldri. Þeir voru flutt­ir á slysa­deild með áverka sem eru þó ekki tald­ir al­var­leg­ir.

Góðkunningi lögreglu

Að sögn lögreglu hef­ur maðurinn oft áður komið við sögu lög­regl­unn­ar. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur árás­armaður­inn áður verið dæmd­ur í fang­elsi hér á landi fyr­ir skjalafals og verið sak­felld­ur fyr­ir fjöl­mörg brot, þar á meðal vald­stjórn­ar­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, lík­ams­árás, hús­brot og brot gegn sótt­varna­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert