Íbúinn lofaði lögreglu að lækka

97 mál voru skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í …
97 mál voru skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórar tilkynningar bárust lögreglunni á höfðuborgarsvæðinu um þjófnað úr verslun í dag. Voru þrjú málanna afgreidd á staðnum en í einu tilviki var kona handtekin og flutt á lögreglustöð. Hún var síðan látin laus að lokinni skýrslutöku. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir jafnframt að 97 mál hafi verið skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 5.00 og 17.00 í dag. Eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og eins vegna fólks í annarlegu ástandi.

Þrír teknir fyrir að tala í farsíma undir stýri

Þjófnaðir voru þó ekki einu málin á borði lögreglu í dag því tilkynnt var um hávaða í heimahúsi í Grafarvogi. Svo virðist sem málið hafi verið leyst með friðsamlegum hætti því í dagbók lögreglu segir að íbúinn hafi lofað að lækka. 

Þá var nokkuð um afskipti lögreglunnar af ökumönnum því þrír voru stöðvaðir við akstur þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Voru þessi mál afgreidd með sekt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert