Ólafur Ragnar sæmdur heiðursviðurkenningu

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna afhendir Ólafi Ragnari orðuna, Dorrit Moussaieff …
Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna afhendir Ólafi Ragnari orðuna, Dorrit Moussaieff er með þeim á myndinni til hægri. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið sæmdur sérstakri heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, COP28, sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok síðasta árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Circle.

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Mohammed bin Zayed Al Nahyan, afhenti Ólafi Ragnari heiðursorðu við athöfn sem fór fram í höfuðborginni Abu Dhabi í gær.

Í byrjun síðasta árs tók Ólafur Ragnar sæti í alþjóðlegri ráðgjafanefnd forseta Loftslagsþingsins og sótti reglulega samráðsfundi í Abu Dhabi til undirbúnings loftslagsþingsins.

Heiðursorðan.
Heiðursorðan. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert