Vegagerðin segir veginn ekki hafa gefið sig

G. Pétur segir að vegurinn hafi verið í góðu lagi.
G. Pétur segir að vegurinn hafi verið í góðu lagi. Samsett mynd

Starfsmenn Vegagerðarinnar skoðuðu vettvang rútuslyssins á Suðurlandi í gær og telja ekki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni.

Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.

Lögreglan er enn að rannsaka málið en Jón Gunnar Þórhallsson yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, sagði í fyrst í sam­tali við mbl.is að ummerki á veginum gæfu vísbendingar um orsök.

Í samtali við Vísi seinna er haft eftir honum að vísbendingar séu uppi um að vegurinn hafi gefið sig að hluta.

Hér má sjá kant­inn á veg­in­um.
Hér má sjá kant­inn á veg­in­um. Ljósmynd/Jónas

Of snemmt að segja til um ástæður

G. Pétur segir hins vegar að vegurinn hafi verið í góðu lagi þó hann sé vissulega mjór.

„Mínir menn sáu ekki þess merki að vegurinn hefði gefið sig. Rútan er þarna utarlega á mjóum vegi, það eru lélegar sjónlengdir þarna fram undan, en við sjáum þess ekki merki að vegurinn sjálfur hafi farið undan rútunni,“ segir hann.

Hann segir að það eigi eftir að rannsaka orsök slyssins og að Vegagerðin muni halda áfram að fara yfir málið. Of snemmt er að segja til um ástæður slyssins að hans mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert