Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur: "Fjölbreyttur hópur með mismunandi bakgrunn"

Frambjóðendur Samfylkingarinnar voru brosmildir í gærkvöldi og tilbúnir í átökin ...
Frambjóðendur Samfylkingarinnar voru brosmildir í gærkvöldi og tilbúnir í átökin framundan.
„Ég er feikilega ánægður með listann. Ég held að hann sé mjög sigurstranglegur vegna þess að hann er breiður eins og borgarsamfélagið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

10 efstu sætin óbreytt

Listinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í Iðusölum í Reykjavík í gærkvöldi og eru tíu efstu sætin óbreytt frá úrslitum prófkjörs hans. Þrjátíu manns skipa listann; fimmtán konur og fimmtán karlar.

„Ég held að það þurfi fjölbreyttan hóp sem er tilbúinn að rökræða sig niður á skynsamlega niðurstöðu í hverju máli til þess að stýra borg þannig að vel fari og Samfylkingin er það. Ég held við förum allan skalann, í aldri, kynjum og hverfum og síðast en ekki síst höfum við mismunandi bakgrunn úr atvinnulífinu og lífinu sjálfu."

 1. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi
 2. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri
 3. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi
 4. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi
 5. Oddný Sturludóttir, rithöfundur og píanókennari
 6. Sigrún Elsa Smáradóttir, markaðsstjóri og varaborgarfulltrúi
 7. Dofri Hermannsson, meistaranemi í hagvísindum
 8. Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur
 9. Stefán Benediktsson, arkitekt
 10. Guðrún Erla Geirsdóttir, kennari og myndhöfundur
 11. Kjartan Valgarðsson, markaðsstjóri
 12. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, verslunareigandi og hönnuður
 13. Felix Bergson, leikari
 14. Falasteen Abu Libdeh, skrifstofustúlka
 15. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar
 16. Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur
 17. Gunnar H. Gunnarsson, deildarverkfræðingur
 18. Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna
 19. Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir, stuðningsfulltrúi og háskólanemi
 20. Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra
 21. Guðrún B. le Sage de Fontenay, háskólanemi
 22. Jóhanna S. Eyjólfsdóttir, skrifstofustjóri
 23. Tryggvi Þórhallsson, rafverktaki
 24. Margrét Baldursdóttir, tölvunarfræðingur
 25. Einar Kárason rithöfundur
 26. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
 27. Halldór Gunnarsson, fyrrv. form. Þroskahjálpar
 28. Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi
 29. Björgvin E. Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi
 30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »