Stefna að því að byggðar verði 6000 íbúðir á næstu árum

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík kynna kosningastefnuskrá flokksins.
Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík kynna kosningastefnuskrá flokksins. mbl.is/Ómar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, kynnti í dag stefnuskrá flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Fram kom að flokkurinn vill leggja áherslu á 11 meginmál varðandi brýnistu verkefni næstu ára í borginni. Þar á meðal er að byggðar verði 6000 íbúðir á næstu árum, þar af 800 íbúðir fyrir námsmenn og 500 fyrir eldri borgara.

Þá vill flokkurinn hefja undirbúning að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili og segir, að taka eigi af skarið um framtíðarstaðsetningu í kjölfar úttektar á álitlegum kostum sem nú stendur yfir. Samfylkingin leggur til að Reykjavíkurborg og ríkið stofni sameiginlegt félag um flutning flugvallarins og þróun Vatnsmýrarinnar þar sem byggt verði á niðurstöðum yfirstandandi hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins. Félagið fái hluta tekna af löndum og lóðum ríkis og borgar á flugvallarsvæðinu til að fjármagna verkefni sín samkvæmt nánara samkomulagi.

Kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert