Framsókn fengi ekki einn borgarfulltrúa væri gengið til kosninga nú

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun næði Framsóknarflokkurinn ekki einum borgarfulltrúa í Reykjavík væri gengið til kosninga nú, en hann mældist aðeins með 3,9% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 49% fylgis og fengi átta borgarfulltrúa, Vinstri hreyfingin-grænt framboð fengi einn borgarfulltrúa og Samfylkingin tæp 30% og fimm fulltrúa, Frjálslyndi flokkurinn næði einum manni inn.
mbl.is