Rúmlega 10 þúsund höfðu kosið utan kjörstaðar í Reykjavík

Um tíu þúsund og eitthundrað höfðu kosið utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík um þrjúleytið í dag, að sögn Þóris Hallgrímssonar, deildarstjóra hjá embættinu. Til samanburðar kusu 8700 utankjörfundar í síðustu kosningum.
mbl.is