Borgarbúar gera kröfu um breytingar

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
„Það stefnir í spennandi kosninganótt. Mér sýnist á þessu að Sjálfstæðisflokkurinn gæti hugsanlega náð meirihluta þrátt fyrir önnur verstu úrslit í sögu flokksins, sem endurspeglar það að atkvæði annarra flokka nýtast mjög illa fyrir mönnum í borgarstjórn,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, um fyrstu tölur úr Reykjavík.

Dagur segir tölurnar benda til að borgarbúar geri nú kröfu um breytingar, en bendir þó á að það verði að bíða þar til fleiri atkvæði hafa verið talin áður en hægt er að slá einhverju föstu um úrslitin.

mbl.is