Vill að Suðurnesjamaður komi í 3. sætið í sinn stað

Hjálmar Árnason.
Hjálmar Árnason. mbl.is/Sigurður Jónsson

Hjálmar Árnason, alþingismaður, segir í viðtali við Víkurfréttir, að hann horfi til þess, að Suðurnesjamaður komi í hans stað í þriðja sæti framboðslista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Hjálmar lýsti því yfir þegar úrslit lágu fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins í kjördæminu í gær að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum í vor.

Víkurfréttir segja, að meðal nafna sem upp hafi komið í umræðunni meðal framsóknarmanna sé nafn Petrínu Baldursdóttur, leikskólastjóra í Grindavík og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Grindavík. Hún sat á þingi fyrir rúmum áratug fyrir Alþýðuflokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina