40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum

Tæp 40% íslenskra kjósenda eru skráð í stjórnmálaflokka, eða um 85 þúsund manns. Karlar eru þar í meirihluta í öllum flokkum. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hæstu hlutföll flokksskráðra í öðrum lýðræðisríkjum vera um 20%.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir einnig að 2/3 flokksmanna Framsóknarflokksins búi á landsbyggðinni en sama hlutfall samfylkingarmanna er að finna á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina