Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi

mbl.is/Kristinn

Íslandshreyfingin - lifandi land fengi 5,2% atkvæða ef kosið væri til Alþingi nú samkvæmt símakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 21. til 27. mars 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,7% atkvæða, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 24% atkvæða, Samfylkingin 19,9% atkvæða, Framsóknarflokkurinn 8,3% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 5,3% atkvæða.

Könnunin er fyrsta fylgiskönnun Capacent Gallup eftir að framboð Íslandshreyfingarinnar kom fram. Samkvæmt henni hefur fylgi Sjálfstæðisflokks aukist um 0,5% frá því samsvarandi könnun var gerð í síðustu viku og fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um 0,2%. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar minnkað um 3,6%, fylgi Framsóknarflokksins um 0,3% og fylgi Frjálslynda flokksins um 1,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina