„Horfið yrði af þeirri framfarabraut sem við erum á"

Þriggja flokka vinstristjórn er möguleg ef marka má nýjustu könnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi á kosningahátíð í Suðvesturkjördæmi, sem haldin var í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi.

„Ég tel að þessi könnun gefi vísbendingu um að ef úrslit verða eitthvað í líkingu við þetta og sjálfstæðismenn halda ekki vöku sinni, þá er veruleg hætta á því að hér verði mynduð þriggja flokka vinstristjórn; vinstristjórn með aðild annaðhvort Frjálslynda flokksins eða Framsóknarflokksins og Samfylkingar og Vinstri grænna," sagði Geir sem fór m.a. yfir hvernig ástandið væri ef vinstristjórn hefði verið við völd umliðin kjörtímabil.

„Þá værum við ekki í EES, hefðum ekki lækkað skatta, ríkisfyrirtæki hefðu ekki verið seld o.s.frv. Ég tel þannig að ef slík stjórn yrði mynduð væri horfið af þeirri framfarabraut sem við höfum verið á – og það er töluverð hætta á því."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert