Lenti í 12. sæti í prófkjöri og komst á þing

Nýr þingflokkur Samfylkingarinnar sat á fundi í gær.
Nýr þingflokkur Samfylkingarinnar sat á fundi í gær. mbl.is/Brynjar Gauti

Ellert B. Schram var í 12. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í nóvember sl., en þrátt fyrir það náði hann inn á þing í alþingiskosningunum. Mörður Árnason náði 7. sæti í prófkjörinu en missti samt af þingsæti.

Átta efstu sætin í prófkjörinu voru bindandi. Mörður varð í 7. sæti og Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð í 8. sæti. Þar á eftir komu Kristrún Heimisdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Ellert. Guðrún dró sig út af listanum og kjörnefnd Samfylkingarinnar ákvað að færa Ellert upp fyrir Valgerði. Hann skipaði því 5. sæti framboðslista flokksins í Reykjavík norður, næst á eftir Steinunni Valdísi. Mörður skipaði 4. sæti listans í Reykjavík suður og Kristrún 5. sætið.

Ótrúlegar tilviljanir

Ellert sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri tilviljun í hvoru kjördæminu menn lentu og síðan væri það afleiðing kosningakerfisins að hann sjálfur hefði komist inn á þing en ekki Mörður eða Kristrún, sem bæði náðu betri árangri í prófkjörinu.

"Þetta er svona í lífinu. Það eru stundum ótrúlegar tilviljanir. Ég hafði aldrei látið mig dreyma um að ég kæmist á þing, " sagði Ellert.

Ellert sagðist geta tekið undir það að þetta kosningakerfi væri skrítið. "Ég skil t.d. ekki að Samfylkingin er með fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík norður þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið 7% meira af atkvæðum. Ég veit ekki ennþá hvernig þeir hafa reiknað mig inn."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert