Mörður Árnason: „Hundfúll"

„Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég taldi mig eiga erindi inn á þing og var orðinn býsna góður þingmaður, fyrir minn málstað og mitt fólk. Þegar maður tekur þátt í þessum leik verður maður þó að búast við því að svona geti farið," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi.

Aðspurður hvort hann sé sáttur við stöðu Samfylkingarinnar á landsvísu svarar hann neitandi en bendir á að kosningabaráttan hafi verið afrek hjá flokknum. „Við byrjuðum undir 20% og komum okkur upp í 27% á skömmum tíma, með mikilli vinnu.

Mörður segist ekki sjá að ríkisstjórnin haldi velli og telur eðlilegast að Samfylkingin og Vinstri grænir taki höndum saman í stjórnarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk. „Þannig geta vinstri flokkarnir myndað saman einingu sem hefur mun meiri slagkraft til þess að koma sínum málum á framfæri en ef flokkarnir vinna einir og sér. Ég tel stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki góðan kost."

Hvað eigin framtíð varðar segir Mörður að það að maður detti af þingi með þessum hætti þýði ekki sjálfkrafa að hann sé hættur afskiptum af pólitík. „Ég hef unnið við íslensk fræði, í blaðamennsku og við útgáfu og geri ekki ráð fyrir að verkefni skorti á þessu sviði."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »