Kristinn leiðir þingflokkinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Þingflokkur Frjálslynda flokksins kom saman í fyrradag og skipti með sér verkum. Formaður var kjörinn Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson er ritari.

Á fundinum var fjallað um vanda Flateyrar og í ályktun segir að núverandi staða Flateyrar, sem og annarra sjávarbyggða á landinu, sé lýsandi dæmi þess að almannahagsmunum sé vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni útvalinna og auðsöfnun þeirra.

„Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur að Alþingi verði þegar í stað að endurreisa atvinnufrelsi í sjávarútvegi með því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða," segir í ályktuninni og ennfremur: „Þingflokkur Frjálslynda flokksins krefst þess af nýrri ríkisstjórn að hún láti vanda sjávarþorpanna til sín taka án tafar og lýsir sig reiðubúinn til samstarfs um farsæla niðurstöðu fyrir íbúana sem og landsmenn alla."

Bloggað um fréttina