Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn

Ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum á sunnudag
Ríkisstjórn Íslands á Bessastöðum á sunnudag mbl.is/Ómar

Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna stendur nú yfir í stjórnarráðinu. Að loknum fundi munu forystumenn ríkisstjórnarinnar munu svo sitja fyrir svörum blaðamanna í Þjóðmenningarhúsinu kl. 11.30.

Tíu ráðherrar eru í ríkisstjórninni. Þar af eru tveir utan þings, Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.

mbl.is