Gefur kost á sér í 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík

Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
Guðrún Inga Ingólfsdóttir.

Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur, gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún er 36 ára Reykvíkingur með reynslu af félagsstörfum og pólitísku starfi innan Sjálfstæðisflokksins.

Fram kemur í tilkynningu að undanfarin fjögur ár hefur Guðrún Inga búið í Boston í Bandríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Eiginmaður Guðrúnar Ingu er Þorvarður Löve, læknir, og eiga þau tvö börn; tvíburana Tómas Karl og Jakob Rafn.

Guðrún Inga lauk B.S.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í alþjóðafjármálum og hagfræði frá Brandeis háskóla í Bandaríkjunum. Hún starfaði hjá Kaupþingi á árunum 1999-2003, lengst af sem framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins. Síðar starfaði hún við ráðgjöf hjá ParX IBM á Íslandi. Guðrún Inga var varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður árin 2003-2007 og tók tvisvar sæti á Alþingi á tímabilinu. Hún starfar nú við fyrirtækjaráðgjöf í Bandaríkjunum hjá Cambridge Strategic Management Group. 

„Framundan er gríðarleg vinna við uppbyggingu landsins. Ég tel mikilvægt að við horfum til langtímalausna og ákveðum í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. Tryggja þarf að einstaklingar og fyrirtæki hafi tækifæri til að blómstra á ný og nú þurfum við að einbeita okkur að uppbyggingu atvinnulífsins. Sjálfstæðisflokkurinn gegnir þar lykilhlutverki” segir Guðrún Inga í tilkynningu um framboðs sitt. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka