Sterkur endurnýjaður hópur

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Árni Sæberg

„Ég held að þetta sé bara flott. Við vorum með gott framboð af fólki og fáum sterkan lista út úr þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, sem vermir nú 1. sæti á lista Vinstri-grænna í Reykjavík fyrir þingkosningarnar í vor.

„Þetta er blanda af gömlu og nýju. Ég held við séum að fá heilmikla endurnýjun,“ segir hún. Kallað hafi verið eftir endurnýjun að undanförnu og hún hafi skilað sér. Góður árangur Lilju Mósesdóttur sé kannski það óvæntasta við forvalið, sem fram fór í gær.

„Mér líst vel á þetta og ég er bjartsýn fyrir hönd þessara tveggja lista,“ segir Katrín, en forvalið gilti fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert