Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.

Borgarahreyfingin segir, starf þingmanns sé fullt starf og að þingmenn eigi ekki að taka laun frá Alþingi fyrir önnur störf ótengd þingstörfum meðan á þingsetu stendur. 

Varðandi heiðurslaun Þráins Bertelssonar, sem kjörinn var á þing fyrir hreyfinguna, þá sé um að ræða verðlaun fyrir áður unnin störf og en ekki hefðbundin laun í skilningi þess orðs. Því sé það á hans færi að ákveða með hvaða hætti hann nýtir þau laun.

Í tilkynningu flokksins segir:

Stjórn Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing  telur að starf
þingmanns sé fullt starf og að þingmenn eigi ekki að taka laun frá alþingi fyrir önnur störf ótengd þingstörfum meðan á þingsetu stendur.  Í þeim tilfellum sem slíkt kemur upp eru það eindregin tilmæli stjórnarinnar að slíkum launum verði annað hvort afdráttarlaust afsalað eða þau látin renna til góðgerðarmála.

Í tilfelli Þráins Bertelssonar þá telur stjórnin að hafa beri í
huga að heiðurslaun til listamanna eru verðlaun fyrir áður unnin störf og fyrir framúrskarandi árangur á sviði lista, en ekki hefðbundin laun í skilningi þess orðs, þótt verðlaunin séu greidd út reglulega og yfir langt tímabil.  Því sé það á hans færi að ákveða með hvaða hætti hann nýtir þau laun.

Borgarahreyfingin er ný hreyfing og hefur enn ekki náð að setja sér skrifaðar reglur í öllum málum er snúa að innra starfi hennar, né heldur að setja sér nákvæmar reglur varðandi öll önnur mál er upp kunna að koma við þá nýju stöðu að vera orðinn hluti af lögjaffarvaldinu.  Hins vegar liggur fyrir að hreyfingin mun setja sér skýrar reglur þ.a.l. eins fljótt og auðið er.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert