Ólafur Ragnar með 58%

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með afgerandi fylgi en hann er með tvöfalt meira fylgi en Þóra Arnórsdóttir samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins.

Vert er að geta þess að umrædd könnun er sú fyrsta sem birtist eftir að forsetaframbjóðendur komu fram í umræðuþáttum í sjónvarpi.

Sitjandi forseti mælist með 58% fylgi þeirra sem taka afstöðu. Þóra mælist með 28%, Ari Trausti Guðmundsson 8% og Herdís Þorgeirsdóttir með tæp 4%. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason mælast bæði með eitt prósent.

Óákveðnir eru 28%.

mbl.is